- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur sterkari í Eyjum og fór upp að hlið Stjörnunnar

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Valur fór upp að hlið Stjörnunnar í efsta sæti Olísdeildar kvenna með öruggum sigri á ÍBV, 31:26, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Um lokaleik 4. umferðar var að ræða. Valur hefur átta stig eins og Stjarnan. Liðin mætast í sannkölluðum toppslag í Origohöllinni á laugardaginn klukkan 18.


ÍBV er í þriðja til sjötta sæti ásamt Fram og KA/Þór með fjögur stig.


Leikurinn í Eyjum í kvöld var jafn fyrsta stundarfjórðunginn. Upp úr því tók Valur völdin og náði í fyrsta sinn þriggja marka forystu þegar liðlega 20 mínútur voru liðnar af leiktímanum, 12:9. Segja má að eftir það hafi ÍBV verið skrefi á eftir. Staðan í hálfleik var 16:12, Val í vil.


Valsliðið komst fljótlega í sex marka forskot í síðari hálfleik. Allan hálfleikinn var munurinn frá þremur og upp í sex mörk. Breiddin í leikmannahópi Vals naut sín, maður kom í manns stað. Sóknarleikurinn var öflugur og ÍBV liðið ekki öfundsvert að halda aftur af sóknarleik gestanna. Stundum mátti þó gera betur.


Í þau skipti sem ÍBV sá fram á að geta saxað aðeins á forskotið og andað ofan í hálsmál Valsliðsins tókst ekki að nýta tækifærin. Tvö vítaköst fóru forgörðum og hraðaupphlaup enduðu á sama veg. Gegn eins sterku liði og Valur er verður allt að ganga upp til þess að eiga möguleika. Það gerðist ekki hjá ÍBV-liðinu að þessu sinni.


Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 8, Birna Berg Haraldsdóttir 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Marija Jovanovic 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11, 26,2%.

Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/4, Mariam Eradze 5, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 9, 25,7%.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -