- Auglýsing -

Valur tók öll völd í síðari hálfleik

Benedikt Gunnar Óskarsson fór meiddur af leikvelli í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Það nægði Valsmönnum að fara á kostum í síðari hálfleik til þess að vinna Stjörnuna örugglega í upphafsleik 10. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Origohöllinni í kvöld, 35:29. Stjarnan lék vel í fyrri hálfleik og var yfir, 19:16, að honum loknum eftir að hafa verið mest með sex marka forskot, 17:11, liðlega þremur mínútum áður en leiktíminn var úti. Stjörnumenn áttu svo sannarlega að spila betur úr stöðunni í fyrri hálfleik en þeir gerðu.


Benedikt Gunnar Óskarsson sló tóninn á síðustu mínútum fyrri hálfleiks fyrir það sem kom svo í síðari hálfleik. Leikmenn Vals hertu heldur betur upp hugann. Stjarnan skorað aðeins 10 mörk í hálfleiknum. Björgvin Páll Gústavsson rankaði við sér og varði allt hvað af tók, varnarleikurinn var líkari þeim sem þeir eiga að venjast hjá Val og sóknarleikurinn var afar góður. Stjarnan gaf eftir og lenti mest átta mörkum undir, 34:26.


Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær héldu Valsmerkinu á lofti. Þeir léku hreint frábærlega. Róber Aron Hostert og Magnús Óli Magnússon voru ekki í Valsliðinu í kvöld og Adam Thorstensen, markvörður, var ekki með Stjörnunni.


Valur er efst með 18 stig eftir 10 leiki, fimm stigum á undan Fram sem á leik til góða. Stjarnan situr áfram í fimmta sæti með 11 stig.


Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 10/2, Arnór Snær Óskarsson 6/1, Tjörvi Týr Gíslason 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Agnar Smári Jónsson 2, Bergur Elí Rúnarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9, 29% – Sakai Motoki 2, 22%.
Mörk Stjörnunnar: Björgvin Þór Hólmgeirsson 7, Hergeir Grímsson 4, Starri Friðriksson 4/1, Arnar Freyr Ársælsson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Leó Snær Pétursson 3/3, Pétur Árni Hauksson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 12/1, 27,3% – Sigurður Dan Óskarsson 3, 50%.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur10901332 – 28118
Fram9531269 – 26113
Afturelding9522263 – 24412
FH9522258 – 25512
Stjarnan10433295 – 28511
ÍBV8422276 – 23710
Selfoss9414270 – 2739
KA9225252 – 2676
Grótta7214199 – 1985
ÍR9216251 – 3095
Haukar8215228 – 2315
Hörður9009262 – 3140

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -