- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur tók völdin í síðari hálfleik

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals ræðir við leikmenn sína. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur vann afar öruggan sigur á ÍBV, 33:24, á heimavelli í 17. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. ÍBV var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15, og allt stefndi í spennandi viðureign. Sú varð hinsvegar ekki raunin í síðari hálfleik þegar Valsliðið tók öll völd á leikvellinum og vann með miklum yfirburðum.

Valur hefur þar með 32 stig eftir 17 leiki í efsta sæti, átta stigum á undan Haukum sem eru í öðru sæti en eiga reyndar tvo leiki til góða. ÍBV á einnig inni tvo leiki á Val en hefur aðeins helming þess stigafjölda sem Valur er með.

Óhætt er að segja að um tvo ólíka leikhluta hafi verið að ræða. Valsliðið lék frábæran varnarleik í síðari hálfleik og skoraði mörg mörk eftir hraðaupphlaup í kjölfarið. Eins fóðraði Sara Sif Helgadóttir samherja sína á löngum sendingum fram leikvöllinn. Agi var í leik Vals, nokkuð sem vantaði aðeins upp á í fyrri hálfleik.

ÍBV lék afar vel í fyrri hálfleik en átti fá svör þegar Valsarar náðu að stilla saman strengina. Eftir að Valur skoraði sjö mörk í röð og breytti stöðunni úr 17:18 í 25:18, var eins og vonin þverraði hjá leikmönnum ÍBV. Sjö á sex sóknaraðferðin snerist í höndum liðsins. Fyrri hálfleikur er hinsvegar eitthvað til að byggja á.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/2, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 16, 41% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 1, 50%.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Elísa Elíasdóttir 6, Sunna Jónsdóttir 5, Birna María Unnarsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11, 25%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -