- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur tryggði sér annað sætið – dauft var yfir Aftureldingarmönnum

Nokkrum sinnum hitnaði í kolunum að Varmá í völd. Hér ræða Ísak Gústafsson, Blær Hinriksson, Róbert Aron Hostert, Aron Dagur Pálsson og Björgvin Páll Gústavsson við Svavar Ólaf Pétursson dómara sem væntanlegur hefur sagt mönnum að skvetta köldu vatni í blóðið Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Valur komst á ný upp í annað sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Aftureldingu, 33:28, að Varmá í síðasta leik ársins í deildinni. Valsmenn eru stigi fyrir ofan ÍBV þegar öll lið deildarinnar hafa leikið 13 sinnum hvert og eitt. FH er þremur stigum fyrir ofan Val í efsta sæti. Afurelding er í fjórða sæti með 17 stig eins og Fram sem situr í fimmta sæti.


Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15, eftir að hafa skotist framúr á síðustu 10 mínútum hálfleiksins
Valsmenn héldu Aftureldingarmönnum í greipum sér allan síðari hálfleikinn og hlut þess fyrri. Varnarleikur Vals var framúrskarandi á sama tíma og neista vantaði í Aftureldingarliðið. Menn virtust þreyttir og gerðu nærri 20 tæknifeila, svokallaða, sem varð enn frekar vatn á myllu Valsara.

Úr þessu varð aldrei sá spennuleikur sem margir vonuðust eftir. Forskot Vals var þrjú til fimm mörk allan síðari hálfleikinn. Sjálfsagt verða leikmenn fegnir að komast í jólaleyfi eftir þennan leik og safna kröftum fyrir síðari hluta Olísdeildar sem hefst í byrjun febrúar.

Staðan í Olísdeild karla.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Blær Hinriksson 6, Birkir Benediktsson 4, Ihor Kopyshynskyi 3, Stefán Magni Hjartarson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2/2, Jakob Aronsson 2, Þorvaldur Tryggvason 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 14, 29,8% – Jovan Kukbat 1/1, 50%.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 8/2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Ísak Gústafsson 5, Tjörvi Týr Gíslason 4, Viktor Sigurðsson 4, Andri Finnsson 3, Allan Norðberg 2, Róbert Aron Hostert 1, Aron Dagur Pálsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 31,7%.

Tölfræði HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -