- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var bara hræðilegt hjá okkur

Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Þetta var bara hræðilegt hjá okkur. Vörnin var engin og þar af leiðandi voru markverðirnir ekki öfundsverðir af sínu hlutverki að standa fyrir aftan vörnina eins og hún var. Það var nánast dauðafæri eftir dauðafæri hjá ÍBV. Varnarleikurinn komst aldrei í gang hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir fimm marka tap fyrir ÍBV, 34:29, í Olísdeild karla í handknattleik að Varmá.


„Einnig gerðum við allt of mikil af mistökum í sóknarleiknum sem varð þess valdandi að ÍBV fékk hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Þetta var var langlélegasti leikur okkar í vetur. Eyjamenn voru betri á öllum sviðum og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Þeir voru klókari og gerð færri mistök auk þess sem þeim tókst að spila sig í færi í lokin.


Því miður var leikur okkar svolítið hauslaus, mikið af tæknifeilum og vonlaus varnarleikur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar daufur í bragði.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -