- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var með í toppslag eftir sex vikna fjarveru

Alexander Petersson hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Alexander Petersson mætti út á handboltavöllinn í kvöld eftir sex vikna fjarveru vegna meiðsla og tók þátt í uppgjöri toppliðanna í þýsku 1. deildinni, Flensburg og Kiel, á heimavelli Flensburg. Alexander setti mark sitt á leikinn og skoraði tvö mörk í þremur tilraunum og lét til sín taka í vörninni í liði Flensburg sem vann leikinn með þriggja marka mun, 31:28.


Flensburg hefur þar með eins stigs forskot á Kiel í efsta sæti deildarinnar. Svíinn Jim Gottfridsson fór á kostum í leiknum. Hann skoraði sjö mörk fyrir Flensburg og átti átta stoðsendingar.


Andy Schmid var besti maður vallarins í kvöld þegar Rhein-Neckar Löwen vann GWD Minden, 29:27, og hélt þar með lífi í keppni sinni í toppbaráttunni. Ungstirnið Juri Knorr skoraði sjö mörk fyrir Minden en hann gengur til liðs við Löwen eftir keppnistímabilið. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítaköstum, þegar lið hans, Bergischer HC vann mikilvægan sigur á Erlangen á útivelli, 25:20.
Füchse Berlin – Leipzig 27:28.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 34(19), Kiel 33(19), Magdeburg 32(21), Rhein-Neckar Löwen 32(22), Göppingen 29(21), Bergischer HC 27(22), Füchse Berlin 27(22), Leipzig 23(23), Lemgo 22(21), Wetzlar 22(22), Erlangen 22(23), Melsungen 21(18), Stuttgart 21(22), Hannover-Burgdorf 18(22), GWD Minden 16(23), Balingen-Weilstetten 13(22), Nordhorn 10(21), Essen 9(21), Ludwigshafen 9(21), Coburg 8(23).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -