- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vaskur hópur fylgir Ungverjum til Íslands

Katrin Klujber og Noémi Pasztor fagna í leik á EM 2022. Báðar verða þær með ungverska landsliðinu á Ásvöllum á laugardaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ungverska landsliðið í handknattleik kvenna kemur til Íslands á fimmtudaginn en það mætir íslenska landsliðinu á Ásvöllum á laugardaginn í umspili um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður undir árslok í Danmörku, Svíþjóð og í Noregi. Leikurinn hefst klukkan 16 á laugardaginn í íþróttahúsinu á Ásvöllum. Frír aðgangur verður inn á leikinn í boði Icelandair.

Síðari leikurinn fer fram í Érd í Ungverjalandi miðvikudaginn 12. apríl. Samanlagður sigurvegari leikjanna öðlast þátttökurétt á HM.

Mæta með fána og lúðra

Með ungverska landsliðinu í för verður um 50 manna hópur stuðningsmanna. „Þeir mæta með fána og lúðra og mikið fjör í farteskinu sem er bara frábært,” sagði Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ í samtali við handbolta.is.

Landsliðið valið fyrir leikina mikilvægu við Ungverja

Sérsveitin verður í Érd

„Við munum síðan svara fyrir okkur með að minnsta kosti 30 mannahópi stuðningsmanna ytra í síðari leiknum á miðvikudaginn í næstu viku. Sérsveitin ætlar með kvennalandsliðinu til Ungverjalands og til viðbótar verður hópur fólks á vegum Hjalti Garðarsson eiganda tannlæknastofunnar Íslenska Klíníkin í Búdapest,“ sagði Kjartan sem hefur í mörg horn að líta nú sem endranær.

Vladimir Golovin landsliðsþjálfari Ungverja og leikmenn hans á EM í nóvember sl. Mynd/EPA

Tvær breytingar

Ungverska landsliðið kom saman til æfinga í Érd, skammt frá Búdapest, í gær. Vladimir Golovin landsliðsþjálfari valdi á dögunum 19 leikmenn til æfinga. Vegna veikinda varð hann að kalla inn tvo leikmenn í gærmorgun. Gréta Juhász og Tamara Pál leystu af tvær þrautreyndar handknattleikskonur, Szandra Szölösi-Zácsik og Dorottya Faluvégi.


Ungverski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Markverðir:
Blanka Bíró (FTC).
Kinga Janurik (FTC).
Melinda Szikora (SG BBM Bietigheim).
Aðrir leikmenn:
Viktória Györi-Lukács (Győri) .
Alexandra Töpfner (DVSC Schaeffler).
Katrin Klujber (FTC).
Nikolett Papp (Siófok KC).
Kinga Debereczeni-Klivinyi (Siófok KC).
Anna Kukely (FTC) .
Petra Vámos (DVSC Schaeffler).
Tamara Pál (MTK Búdapest).
Reka Bordás (DVSC Schaeffler).
Petra Füzi-Tóvizi (DVSC Schaeffler).
Noémi Páztor (Motherson-Mosonmaróvári KC).
Csenge Kuczora (Praktiker-Vác).
Gréta Juhász (Kisvárda SE).
Dorina Korsós (CS Rapid Búkarest).
Gréta Márton (FTC).
Nadine Schatzl (Győri).

Ungverska landsliðið hafnaði í 11. sæti á EM í nóvember 2022. Úrslit leikja Ungverja á mótinu:
Ungverjaland - Sviss 33:28.
Króatía - Ungverjaland 21:18.
Noregur - Ungverjaland 32:22.
Ungverjaland - Danmörk 27:29.
Ungverjaland - Svíþjóð 25:30.
Ungverjaland - Slóvenía 29:25.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -