- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vel tekið á móti nýkrýndum bikarmeisturum

Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Nýkrýndir bikarmeistarar KA/Þórs fengu afar hlýjar og góðar móttökur við komuna til Akureyrar í gærkvöld eftir að liðið vann Coca Cola-bikarinn í handknattleik kvenna með því að leggja Fram í úrslitaleik, 26:20, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.


Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið frá Akureyri verður bikarmeistari í handknattleik og aðeins í þriðja skipti sem kvennalið frá Akureyri leikur til úrslita í keppninni sem haldin hefur verið frá árinu 1976. Þór Akureyri tapaði fyrir Fram í úrslitaleik 1980 og 40 árum síðar beið KA/Þór lægri hlut fyrir Fram.


Karlalið KA hefur þrisvar unnið bikarinn 1995, 1996 og 2004 og eins og kvennalið KA/Þórs þá tapaði KA einum úrslitaleik árið áður en það vann bikarinn í fyrsta sinn.

KA/Þór hefur þar með á 13 mánuðum unnið, meistarakeppni HSÍ, Olísdeildina, Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn, Coca Cola-bikarinn.


Skapti Hallgrímsson ritstjóri Akureyri.net var á Akureyrarflugvelli þegar bikarmeistarar KA/Þórs komu heim í gærkvöldi með bikara og verðlaunapeninga í farteskinu. Eins og Skapta er von og vísa var myndavélin við höndina og smellti hann nokkrum myndum sem birtast hér fyrir neðan.


Fleiri myndir frá móttökunni, úrslitaleiknum, verðlaunaafhendingunni og gleðinni í leikslok er að finna í frábærri myndasyrpu á vef Skapta og allra Akureyringa og nærsveitamanna, Akureyri.net. Smelltu hér til þess að skoða syrpuna.

Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -