- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðskuldaður og óvæntur sigur ÍR-inga á Selfossi

ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn í umspilinu í kvöld. Mynd/ÍR
- Auglýsing -

ÍR kom mörgum á óvart í kvöld með því að vinna Selfoss með sex marka mun í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í Sethöllinni á Selfossi, 27:21. Sigurinn var afar öruggur. ÍR-ingar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og hleypti Selfossliðinu aldrei nærri sér. Minnstur varð munurinn í síðari hálfleik þrjú mörk, 18:15, en mestur sjö mörk og það oftar en einu sinni.

Næsti leikur liðanna verður í Skógarseli á laugardaginn og hefst klukkan 14. Vinna þarf þrjá leiki til þess að öðlast sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð.


Selfoss lék í Olísdeild kvenna í vetur. ÍR í Grill 66-deildinni og hafnaði í öðru sæti á eftir Aftureldingu. Ekki var að sjá þann mun á liðunum í Sethöllinni í kvöld.

ÍR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti. Varnarleikur liðsins var frábær. Vopnin voru slegin úr höndum leikmanna Selfoss og Eyþór Lárusson þjálfari var tilneyddur til þess að taka leikhlé eftir liðlega 11 mínútur. Heimaliðið var fjórum mörkum undir, 3:7.


Skemmst er frá að segja að ÍR-ingar gáfu ekki þumlung eftir. Varnarleikurinn var frábær allt til leiksloka. Hildur Öder Einarsdóttir var vel með á nótunum í markinu. Sóknarleikurinn var skipulagður og gekk afar vel með sterkum línumönnum og reynslumeiri leikmönnum og eins Sólveigu Láru Kjærnested og Karen Tinnu Demian. Einnig lék Matthildur Lilja Jónsdóttir vel og sýndi mikla áræðni.


Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 13/4, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Roberta Stropé 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 9, 28,1%, Katrín Ósk Magnúsdóttir 0, Áslaug Ýr Bragadóttir 0.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 11/6, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 6, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1/1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 11, 34,4%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -