- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að halda áfram að vinna

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, og Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði, bera saman bækur sínar eftir leikinn við Svía. Í dag bíður þeirra leikur við Serba á Ásvöllum i undankeppni EM. Mynd/EHF
- Auglýsing -

„Þetta var erfitt eins og við vissum svo sem fyrirfram. Svíar eru með eitt öflugasta lið heims um þessar mundir. Það er frábært jafnt í vörn sem sókn auk þess með afar góða markverði. Vissulega er erfitt að kyngja 13 marka tapi en stundum verður maður að meta stöðuna. Á köflum var frammistaðan fín hjá okkur. Það verðum við að taka með okkur frá þessum leik og halda okkar vinnu áfram,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is eftir tap fyrir Svíum, 30:17, í fyrstu umferð 6. riðils undankeppni EM í Eskilstuna í kvöld.

Ragnheiður Júlíusdóttir klífur þrítugan hamarinn. Mynd/EHF



„Við áttum góða kafla og á þeim verðum við að vinna í framhaldinu og við munum gera það,“ sagði Arnar sem er sáttur við að þrátt fyrir mótlætið þá lögðu leikmenn íslenska liðsins aldrei árar bát. „Við vorum að reyna, hugrekkið var fyrir hendi en því miður voru tæknifeilarnir of margir.


Mér hefur hinsvegar liðið verr eftir kortersleik en í kvöld. Það var margt sem var í lagi og verður hægt að nýta áfram,“ sagði Arnar Pétursson sem er hvergi banginn fyrir næsta leik sem verður á móti Serbum í Schenkerhöllinni á sunnudaginn klukkan 16.

Mynd/EHF
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -