- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að læra af reynslunni

Guðmundur Rúnar Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, og leikmenn hans eru komni í annað sæti í Grill66-deild. Mynd/Fjölnir-Þorgils G.
- Auglýsing -

„Við verðum að læra að þessu en því miður er þetta í fjórða eða fimmta skiptið á keppnistímabilinu sem við töpum niður góðri forystu í síðari hálfleik eftir að hafa verið yfir í hálfleik,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, í samtali við handbolta.is eftir eins marks tap fyrir Víkingi í Grill 66-deild karla, 25:24, eftir mikinn darraðardans í Víkinni í gærkvöld.


„Þótt menn séu ungir þá verða þeir að læra af reynslunni. Við getum ekki boðið upp á það aftur og aftur að missa flott forskot niður,“ sagði Guðmundur Rúnar og var skiljanlega vonsvikinn því lið hans gerði mörg mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik, færði Víkingum boltann oft á silfurfati, og mátti á tíðum þakka fyrir að munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk.

Fjórum nýkomnir til baka

„Við höfum nýlega endurheimt fjóra leikmenn úr meiðslum. Það tekur sinn tíma að spila liðið saman. Þess varð vart að þessu sinni meðal annars í að við töpuðum boltanum nokkrum sinnum á einfaldan hátt,“ sagði Guðmundur Rúnar sem tók við þjálfun Fjölnis á síðasta sumri.


„Þetta tap er svo enginn heimsendir fyrir okkur. Við stefnum á að gera vel í umspilinu. En visslega er vont að fá ekkert út úr leik eftir að hafa verið mun betri í fjörtíu af sextíu mínútum. Mér fannst þar á ofan að Víkingar hafi náð að stýra dómurunum í síðar hálfleik eftir að þeir höfðu látið í sér heyra í fyrri hálfleik.“

Getum sjálfum okkur um kennt

„Það er ekkert annað að gera hjá okkur en byggja ofan á þær fjörtíu góðu mínútur sem við áttum í þessum leik. Við fengum svo sem tækifæri til að ná að minnsta kosti öðru stiginu á lokamínútunum en því miður þá nýttust ekki fjögur góð marktækifæri. Fyrst og fremst þá getum við ekki kennt neinum öðrum en sjálfum okkur um tapið. Við verðum að læra af leiknum. Við gerðum margt gott en annað getum við gert mikið betur,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson, þjálfari Fjölnis í Grill 66-deildinni en liðið situr í fjórða sæti.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -