- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að sýna alvöru frammistöðu

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég er spenntur og finn vel fyrir því að það er mikið í húfi í leikjunum. Þetta eru ekki æfingaleikir. Það er alltaf skemmtilegra að taka þátt í leikjum þar sem eitthvað er undir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is fyrir heimaleikinn við Eistlendinga í umspili heimsmeistaramótsins. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 19.30.

„Við erum með betra lið á pappírunum en Eistlendingar en verðum að sama skapi að nálgast verkefnið af virðingu. Það er bara ekki nóg að vera taldir betri. Við verðum að leika vel og vinna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur á ná góðri frammistöðu í leikjunum,“ sagði Snorri en síðari leikurinn verður í Tallinn á laugardaginn. Samanlagður sigurvegari öðlast þátttökurétt á HM 2025. 

Ísland – Eistland, miðasala.

Ætlum á HM

„Við verðum að leika vel, af sannfæringu og krafti. Sýna alvöru frammistöðu. Annað er bara leiðinlegt og lítið upp úr því að hafa fyrir okkur sem lið. Við erum á heimavelli með fullsetna Laugardalshöll og erum að leika um að komast á HM. Við ætlum okkur á HM og gera þar stóra hluti. Til þess þarf að byrja á upphafinu, að komast á mótið með góðri frammistöðu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -