- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að taka frumkvæðið

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik fer yfir málin með leikmönnum sínum. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

„Við verðum að vera fastari fyrir og taka frumkvæðið af tyrkneska liðinu,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, þegar handbolti.is innti hann eftir leiknum við Tyrki í undankeppni EM sem stendur fyrir dyrum á Ásvöllum klukkan 16 í dag. Frítt er inn á leikinn í boði Olís.


„Áður en kom að leiknum í Tyrklandi á miðvikudaginn þá hafði íslenska liðið leikið mjög góðan varnarleik, bæði á mótinu í Tékklandi í nóvember og gegn Serbum hér heima í október. Þess vegna var það ólíkt okkur að vera ekki ákveðnari í leiknum við Tyrki ytra. Við verðum að leika almennilega vörn í dag,“ sagði Arnar sem óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda á leiknum á Ásvöllum.


„Sóknarleikurinn var góður. Liðið var beinskeytt og sótti vel að marki Tyrkja. Því verðum við að halda áfram. Það er mikilvægt að tengja saman fleiri góða leiki í sóknarleiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn ennfremur.

Frá leik Íslands og Serbíu á Ásvöllum í október þegar frábær stemning mynaðist enda var fjöldi áhorfenda. Mynd/Mummi Lú


Arnar segir landsliðshópinn ekkert velta sér upp úr stöðunni í riðlinum. Þess í stað er einn leikur tekinn fyrir í einu með það að markmiði að bæta eigin leik, gera betur í dag en í gær. Þannig taka framfaraskref. „Við erum í núvitund í stað þess að spá í ef og hefði. Svo gerum við keppnina upp þegar fer að vora og hugum þá að framtíðinni. Í dag hugsum við um næstu vörn og næstu sókn. Látum það nægja,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik.


Staðan í 6.riðli undankeppni EM:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Leikirnir sem eftir eru:
6.mars:
Ísland - Tyrkland.
20.apríl:
Tyrkland - Serbía.
Ísland - Svíþjóð.
23.apríl:
Serbía - Ísland.
Svíþjóð - Tyrkland.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -