- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður áfram á Ísafirði

Mynd/EPA

Örvhenta skyttan Guntis Pilpuks hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði. Hann er annar leikmaður Harðar sem skrifar undir nýjan samning á jafnmörgum dögum. Í gær var greint frá að Raivis Gorbunovs, landi Pilpuks, hafi ákveðið að halda tryggð við Harðarliðið.

Guntis sem er 20 ára örvhent skytta hefur spilað lykilhlutverk hjá Herði í vetur og skorað 70 mörk í 12 leikjum.

„Það verður gaman að fylgjast með þessum efnilega leikmanni næstu árin hjá Herði og hjálpa liðinu í uppbyggingunni sem hefur verið í gangi seinustu ár,“ segir í tilkynningu Handknattleiksdeildar Harðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -