- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður ekki einfalt að velja HM-hópinn

U18 ára landsliðið kvenn er lagt af stað á HM í Skopje. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára landsliðs kvenna í handknattleik var ánægður eftir tvo sigurleiki á færeyska landsliðinu sem fram fóru í Kórnum í gær og í fyrradag, 31:29, í fyrradag og 27:24, í gær. Leikirnir voru liður í fyrsta hluta undirbúnings beggja liða fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í lok júlí og í byrjun ágúst í Skopje í Norður Makedóníu.


„Frábær frammistaða hjá liðinu í dag. Varnarleikurinn mun þéttari, þá sérstaklega 6-0 vörnin og markvarslan var frábær. Þetta gaf okkur mikið af hröðum upphlaupum sem voru dýrmæt. Ekki má gleyma því að Færeyjar hafa á að skipa góðu liði í þessum aldri enda á leið á HM líkt og við,“ sagði Ágúst Þór við handbolta.is.


Fyrir dyrum stendur eftir leikina að velja hópinn sem mun búa sig undir heimsmeistaramótið. Ágúst Þór segir það ekki verða einfalt þar sem margir leikmenn banki á dyrnar.

Silja Theodórsdóttir, sjúkraþjálfari, Guðríður Guðjónsdóttir, liðsstjóri, Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari, Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari, og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari. Mynd/HSÍ

Breiddin er alltaf að aukast

„Nú þurfum við þjálfarateymið að nota næstu tvo sólarhringa til að velja lokahóp fyrir HM. Það verður erfitt og krefjandi enda breiddin í hópnum alltaf að aukast,“ sagði Ágúst og bendir á að á síðustu tveimur árum hafi þessi hópur sem nú er saman leikið marga leiki.

Fimmtán leikir á tveimur árum

„Á síðustu tveimur árum hefur þetta landslið leikið fimmtán landsleiki. Af þeim höfum við unnið níu leiki, gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum. Það verður að teljast góð tölfræði,“ sagði Ágúst sem er spenntur fyrir undirbúningi landsliðsins fyrir HM í sumar en ásamt honum er Árni Stefán Guðjónsson þjálfari U18 ára landsliðsins.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -