- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður frá í sex vikur

Fannar Þór Friðgeirsson. Mynd/ÍBV
- Auglýsing -

Fannar Þór Friðgeirsson lék ekki með ÍBV gegn Stjörnunni í Olísdeildinni í handknattleik í gærkvöld og ljóst er að hann verður ekki með Eyjaliðinu næstu vikur. Einnig er Sigtryggur Daði Rúnarsson frá keppni vegna meiðsla og verður úr leik um nokkurt skeið til viðbótar eftir því sem Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV-liðsins, sagði handbolta.is frá í gær.


Fannar Þór meiddist undir lok viðureignar ÍBV og Gróttu í síðustu viku. Hann sagði við handbolta.is í morgun að niðurstaða læknisskoðunar staðfesti að innra liðband í öðru hné hafi tognað. „Við reiknum því miður með sex vikna pásu á mig,“ sagði Fannar Þór sem leikið hefur stórt hlutverk í liði ÍBV síðan hann kom til Vestmannaeyja sumarið 2018.

Þétt er leikið á Íslandsmótinu um þessar mundir og ljóst að á næstu sex vikum missir Fannar Þór af mörgum leikjum. „Við vorum að telja þetta saman um daginn og þetta þýðir að ég mun missa af tíu til tólf leikjum í deild auk bikars þó að vikurnar séu ekki margar,“ sagði Fannar Þór sem ætti að ná lokaspretti Olísdeildarinnar gangi honum vel að jafna sig af meiðslunum.

Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk högg á þumalfingur á æfingu fyrir nokkrum vikum. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Sigtryggur Daði fékk högg á þumalfingur hægri handar á æfingu rétt áður en keppni hófst aftur í Olísdeildinni síðla í janúar. Óttast var í fyrstu að fingurinn hafi brotnað en svo reyndist ekki vera. Kristinn þjálfari ÍBV sagði liðbönd hafi skaddast. Óvíst væri hvernær Sigryggur verður klár í slaginn aftur en Kristinn sagðist vonast til að það liði kannski ekki meira en þrjár vikur þar til Sigtryggur gæti mætt út á handboltavöllinn á nýjan leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -