- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður í sóttkví yfir jólin

Janus Daði Smárason í leik með Göppingen. Mynd/Göppingen
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason er kominn í sóttkví eins og aðrir leikmenn Göppingen. Sennilegt er að þeir verði að dúsa í henni árið á enda. Ekki vegna þess að smit hafi komið upp í liðinu heldur eftir að smit greindist hjá þremur leikmönnum Melsungen í gær en Göppingen lék við Melsungen daginn áður. Þar af leiðandi falla niður tveir síðustu leikir Göppingen í þýsku 1. deildinni sem fram áttu að fara á morgun og á öðrum degi jóla, gegn Füchse Berlin og GWD Minden.

Janus Daði sagði við handbolta.is í kvöld að ekki væri ljóst hvort sóttkvíardögunum fækkaði ef ekki kæmi upp smit innan Göppingen-liðsins næstu daga. Verið væri að skoða málið enda eru Þjóðverjar lítt fyrir að slá einhverju fram nema hafa beinharðar staðreyndir máli sínu til stuðnings.


Janus Daði sagði það vera leiðinlegt að vera í sóttkví yfir hátíðina. Hann á hinsvegar góða að. Móðir hans og yngri bróðir eru komin til Þýskalands og verða með honum í sóttkví yfir jóladagana.


Til stendur að Janus Daði komi til Íslands í upphafi nýs árs og verði með íslenska landsliðinu í leikjum við Portúgal í undankeppni EM 6. og 10. janúar og fari síðan með landsliðinu á HM í Egyptalandi í framhaldi af síðari leiknum við Portúgal.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari og þjálfari Melsungen, greindi frá sinni hlið mála í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -