- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við getum ekki fært til leikina í enska boltanum

Leikmenn Vals leika við Stjörnuna í Meistarakeppni HSÍ í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Viðureign Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í dag verður í beinni útsendingu á Handboltapassanum en ekki í Sjónvarpi Símans eins og vonir stóðu til. Að sögn Róberts Geir Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ á það sér skýringar.

„Valur vildi vera með tvennu hjá sér sama daginn, það er Meistarakeppnisleikinn og síðan Evrópuleikinn á laugardeginum. Vegna þess að Evrópuleikurinn hefst klukkan 17.30 þá var ekki annar tími en 13.30 fyrir leikinn í Meistarakeppninni. Því miður hefst leikurinn á sama tíma og nánast heil umferð fer fram í enska boltanum sem Síminn sendir út. Eins og gefur að skilja þá getum við ekki fært umferðina í enska boltanum,“ segir Róbert Geir.

Hinn möguleikinn var að sögn Róberts Geirs að vera með leikinn í Meistarakeppninni á föstudagskvöldi eða á sunnudagskvöldi en þá hefði ekki verið hægt að koma til móts við óskir Vals um tvo leiki sama dag því leikdagur og leiktími Evrópuleiksins er fyrir löngu ákveðinn, að sögn Róberts Geirs.

Dúkur á gólfi og Kukl

Keppnisdúkur hefur lagður á keppnisgólfið í N1-höllina á Hlíðarenda fyrir báða leikina svo umgjörðin verður fyrsta flokks auk þess sem Kukl verður með vaska sveit á staðnum sem tekur upp og sendir út leik Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppninni í sömu gæðum og um útsendingu væri að ræða á Sjónvarpi Símans.

Handboltaveisla verður á Hlíðarenda í dag. Klukkan 13.30 mætast kvennalið Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ og fjórum stundum síðan, kl. 17.30, eigast við Valur og RK Bjelin Spacva Vinkovci í fyrri viðureigninni í forkeppni Evrópudeildar karla.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -