- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við verðum að hitta á góðan leik

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn íslenska landsliðsins hefja undankeppni EM í október. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri leiknum, ekki síst varðandi varnarleikinn og markvarslan var góð. Við getum hinsvegar gert betur í sókninni og í sóknarleikinn höfum við varið mestum tíma síðustu daga,“ sagði Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik í samtali við handbolti.is í gær um væntanlega viðureign Ungverjalands og Íslands í umspili um sæti á HM sem fram fer í dag í Érd í Ungverjalandi.


Eftir fjögurra marka tap í fyrri viðureigninni á Ásvöllum á laugardaginn, 25:21, eru leikmenn og þjálfari íslenska landsliðsins staðráðin í snúa við taflinu í dag. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja tryggir sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer síðar á þessu ári. Flautað verður til leiks í Érd Arena klukkan 16.15 í dag. Handbolti.is fylgist með framvindu leiksins.

Sandra Erlingsdóttir, Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Góður andi og trú á verkefnið

„Við vissum fyrirfram að það yrði á brattann að sækja í HM-umspilinu. Andstæðingurinn yrði úr efri styrkleikaflokki þátttökuliða.

Mér finnst andinn í hópnum vera góður og virkileg trú á verkefnið. Við ætlum okkur að gera vel og fá meira út úr ákveðnum þáttum leiksins eins og hröðum upphlaupum. Um leið viljum við taka skref fram á við í sóknarleiknum og leita fleiri lausna. Ef það tekst þá verður um alvöru einvígi að ræða í síðari leiknum. Við verðum að hitta á góðan leik. Það er skýrt markmið okkar í þessum leik að stíga áfram framfaraskref.

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, og Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari hafa væntanlega oft borið saman bækur sínar síðustu daga. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Höldum áfram að læra

Takist það vitum við að það styttist í stórmót
Við gerum okkur jafnframt grein fyrir að Ungverjar eru með mjög sterkt lið. Lið í þeim styrkleikaflokki sem Ungverjar eru í gefa ekki mörg færi á sér, gera fá mistök og bjóða andstæðingnum að fá auðveld mörk. Af þessu verðum við líka læra,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is.


Sem fyrr segir hefst leikur Ungverjalands og Íslands klukkan 16.15 í dag og verður í textalýsingu á handbolti.is.

Ef íslenska landsliðið vinnur leikinn í kvöld með fjögurra marka mun verður staðan jöfn eftir tvo leiki. Þá ráðast úrslit í vítakeppni.

Fimm marka sigur tryggir íslenska liðinu sæti á HM.

Vaskir liðsmenn Sérsveitarinnar láta sig ekki vanta í Érd Arena í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Sérsveitin er ytra

Sérsveitin, stuðningsmannasveit íslensku handknattleikslandsliðanna, fór til Ungverjalands síðdegis í gær. Um er að ræða vaskan hóp sem ætlar að láta til sín taka í áhorfendastúkunni í Érd Arena.

Erum komnar til þess að gera betur


Sömu leikmenn taka þátt í leiknum dag og léku fyrri leikinn við Ungverjar á síðasta laugardag.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (93/103).
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77).
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda handball (10/2).
Lilja Ágústsdóttir, Val (7/2).
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (19/79).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56).
Thea Imani Sturludóttir, Val (61/102).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (31/16).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -