- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við vorum hreinlega klaufar

Ýmir Örn Gíslason og Arnar Freyr Arnarsson í vörninni snemma leiks í kvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Við vorum á eftir frá upphafi. Vorum í erfiðleikum í vörninni og réðum ekkert við Aidenas Malasinskas auk þess sem vandræði voru í sóknarleiknum,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tveggja marka tap íslenska landsliðsins fyrir Litáen í undankeppni EM í handknattleik, 29:27, í Vilnius í kvöld.


„Það er rosalega lélegt að lenda sex mörkum undir og okkur tókst aldrei að vinna það upp enda alls ekki einfalt. Við vorum hreinlega klaufar,“ sagði Arnar Freyr og var skiljanlega fremur daufur í dálkinn.


„Fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar voru mjög slakar og þar veittum við Litáum forskot sem erfitt er að vinna upp gegn þetta sterku liði. Við eigum bara alls ekki að lenda í þessari stöðu, eigum bara hreinlega að leika betur en þetta. Það er áfall og vonbrigði að svona skyldi fara því við ætluðum okkur ekkert annað en sigur og töldum okkur eiga alla möguleika til þess,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson, einn leikmanna íslenska landsliðsins eftir tapið í Vilnius í kvöld, 29:27.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -