- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó er mættur til leiks á ný – sigur í Nürnberg

Viggó Kristjánsson er mættur aftur eftir veikindi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson lék á ný með Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag eftir nokkra fjarveru vegna veikinda. Endurkoma Seltirningsins hafði sannarlega góð áhrif á samherja hans sem fóru heim með bæði stigin frá heimsókn til Erlangen í Nürnberg. Viggó skoraði fjögur mörk í þriggja marka sigri Leipzig, 29:26. Rúnar Sigtryggsson var sem fyrr við stjórnvölin hjá Leipzig-liðinu.

Andri Már Rúnarsson hafði sig ekki mikið í frammi í liði Leipzig að þessu sinni. Matej Klima var markahæstur með sex mörk. Lutz Heiny skoraði sex mörk fyrir Erlangen og var sá sem mest kvað að.

Leipzig komst með sigrinum upp í 7. sæti, stigi fyrir ofan HSV Hamburg sem gerði jafntefli við Gummersbach, 33:33. Erlangen er áfram í barningi í 16. og þriðja neðsta sæti og hefur meira að segja misst nýliða Eisenach upp fyrir sig. Erlangen hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu vikurnar.

Elliði Snær með fjögur

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjórum sinnum og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur í jafntefli Gummersbach í Hamborg. Arnór Snær Óskarsson skoraði eitt mark. Milos Vujovic var allt í öllu og skoraði 11 mörk. Dani Baijens skoraði níu mörk fyrir HSV Hamburg en félagið er enn og aftur komið í fjárhagskröggur og óvíst um þátttöku þess í efstu deild á næstu leiktíð.

Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr þjálfari Gummersbach sem situr í sjötta sæti.

Vatn á myllu Magdeburg

THW Kiel náði jafntefli við Füchse Berlin í Max Schmeling Halle í Berlín í dag, 32:32. Jafntefli er vatn á myllu SC Magdeburg sem keppni við Berlínarliðið um meistaratitilinn. Mathias Gidsel skoraði 12 mörk í 13 skotum fyrir Füchse Berlin auk fimm stoðsendingar. Svíarnir Niclas Ekberg og Eric Johansson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kiel.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -