- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó fór á kostum í fimmta sigurleik Rúnars

Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson fór á kostum í dag og skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu í fimmta sigurleik Leipzig í röð eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins fyrir örfáum vikum. Viggó skoraði níu mörk og átti sex stoðsendingar í sigurleik á Flensburg, 31:30, á heimavelli. Tvö marka sinna skoraði Viggó úr vítakasti.


Teitur Örn Einarsson kom því miður lítið við sögu og átti til að mynda ekki eitt einasta markskot í leiknum. Lasse Kjær Möller skoraði átta mörk og var markahæstur leikmanna Flensburg.


Leipzigliðið hefur sprungið út eftir að Rúnar tók við þjálfun þess. Nú er Leipzig komið upp í 11. sæti eða 14 stig eftir 15 leiki. Er nú Rúnar kallaður Siegtryggsson.


Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu fimm mörk hvort þegar Magdeburg vann Lemgo á heimavelli í dag, 37:33. Gísli Þorgeir átti fimm stoðsendingar og Ómar Ingi þrjár. Magdeburg er í fjórða sæti með 21 stig eftir 13 leiki og er sex stigum á eftir Füchse Berlin sem er efst en hefur lokið 15 leikjum.


Arnar Freyr Arnarsson skorað fimm mörk úr jafn mörgum skotum og Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar í jafntefli MT Melsungen á heimavelli við Bergischer HC, 22:22. Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki mark fyrir Bergsicher.


Melsungen er í 6. sæti með 15 stig eftir 15 leiki. Bergischer er í 12. sæti með 12 stig.


Hannover-Burgdorf, liðið þar sem Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari gerði jafntefli í heimsókn til ASV Hamm, 29:29. Hannover-Burgdorf er í 8. sæti með 15 stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -