- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó mætti til leiks og Stuttgart sigraði

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Stuttgart í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson og félagar þeirra í Stuttgart unnu afar mikilvæg tvö stig í kvöld er þeir mörðu Arnór Þór Gunnarsson og samherja í Bergischer HC á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 27:26. Stuttgart lyftist upp úr fallsæti með sigrinum og upp í 15. og fjórða neðsta sæti deildarinnar.


Viggó mætti til leiks á ný eftir fjarveru vegna kórónuveirunnar og hafði endurkoma hans greinilega góð áhrif á liðið. Hann skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, til viðbótar við þrjár stoðsendingar. Hinn efnilegi Andri Már Rúnarsson kom nokkuð við sögu en náði ekki að skora að þessu sinni.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer HC og stóð að vanda fyrir sínu. Ekkert marka Arnórs Þór var úr vítakasti.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -