- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó og Bjarki Már meðal þeirra efstu

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Stuttgart. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, leikmaður Stuttgart, er næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar þegar þremur umferðum er lokið og Bjarki Már Elísson, Lemgo og markakóngur síðasta tímabils er, í fjórða sæti með 21 mark. Þeir eru fulltrúar Íslands á lista yfir tíu markahæstu leikmenn deildarinnar um þessar mundir.

Viggó og Bjarki mætast í fjórðu umferð deildarinnar á sunnudaginn þegar Lemgo sækir Stuttgart heim.

Svíinn Niklas Ekberg hjá Kiel er markahæstur með 27 mörk. Lasse Andersson, Füchse Berlin, hefur skorað 22 mörk, marki fleira en Bjarki Már en einu færra en Viggó.

Viggó hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Stuttgart sem hann gekk til liðs við í sumar. Hann flutti til Þýskalands sumarið 2019 eftir góð ár með West Wien í Austurríki. Viggó gekk til liðs við Leipzig við upphaf keppnistímabilsins í fyrra en var fljótlega seldur til Wetzlar sem þá var í mestu vandræðum vegna skorts á örvhentum skyttum. Viggó lék tímabilið til enda, eða fram í mars með Wetzlar, en flutti til Stuttgart í sumar.

„Mér hefur gengið mjög vel. Hef náð að vinna mér inn stórt hlutverk í liðinu. Vonandi gengur vel áfram,“ sagði Viggó í skilaboðum til handbolta.is í gær en hann kórónaði frammistöðu sína á laugardaginn með 11 mörkum í 13 skotum í sigurleik á Balingen, 30:28.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -