- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó og félagar velgdu meisturunum undir uggum

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, og samherjar í Stuttgart veittu meisturum THW Kiel góða keppni þegar liðin mættust í þýsku 1. deildinni í handknattleik í Kiel í kvöld. Það var ekki fyrr en á síðustu sjö til átta mínútum leiksins sem leikmenn Kiel náðu að sigla fram úr og fagna að lokum fimm marka sigri, 33:28, eftir að hafa verið marki yfir, 16:15, eftir fyrri hálfleik.


Viggó skoraði sex mörk í leiknum, þar af eitt úr vítakasti og var næst markahæstur hjá Stuttgart. Viggó þurfti 10 skot á markið. Jerome Müller var markahæstur hjá Kiel með sjö mörk. Króatinn Domagoj Duvnjak og Norðmaðurinn Sander Sagosen skoruðu sex mörk hvor fyrir Kiel en liðið komst í efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Kiel er einu stigi og einum leik á undan Flensburg sem mætir Magdeburg á morgun.


Annar leikur var í deildinni í kvöld. Ludwigshafen vann Coburg í kjallaraslag, 22:19.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
THW Kiel 35(20), Flensburg 34(19), Magdeburg 34(22), Rhein-Neckar Löwen 34(23), Göppingen 29(21), Bergischer HC 27(22), F.Berlin 27(22), Melsungen 23(20), Leipzig 23(23), Lemgo 22(21), Wetzlar 22(22), Erlangen 22(23), Stuttgart 21(24), Hannover-Burgdorf 18(22), GWD Minden 16(24), Balingen-Weilstetten 15(23), Nordhorn 12(23), Essen 11(23), Ludwigshafen 11(23), Coburg 8(24).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -