- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó skoraði fjórðung marka

Alexander Petersson er hættur eftir nítján keppnistímabil í Þýskalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson fór vel af stað með nýjum samherjum í Stuttgart þótt liði hans gengi ekki sem best í heimsókn sinni til Rhein-Neckar Löwen í Mannheim. Heimamenn fóru með öruggan sigur úr býtum, 30:20, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 17:9. Engum áhorfendum var leyft að koma á leikinn vegna harðra sóttvarnareglna í borginni.

Viggó, sem gekk til liðs við Stuttgart í sumar eftir nærri eins árs veru hjá Wetzlar, skoraði fimm af mörkum Stuttgart í leiknum. Elvar Ásgeirsson kom lítið við sögu í sóknarleik liðsins en nokkuð í vörninni og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum fyrir RN-Löwen og Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark og var aðsópsmikill í varnarleiknum.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, gat andað léttar eftir sigur á Balingen á útivelli í dag, 25:23, í leik þar sem Melsungen hafði lengst af frumkvæðið. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen en var meira með í vörninni en sókninni. Akureyringurinn Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen, bæði úr vítaköstum.

Keppni í þýsku 1.deildinni hófst á fimmtudaginn. Fyrstu umferð lauk í dag. Úrslitin voru sem hér segir:

Magdeburg – Bergischer 27:31
Hannover – GWD Minden 26:25
Leipzig – Ludwigshafen 27:19
Lemgo – Coburg 33:26
Nordhorn – Füchse Berlin 20:25
Rhein-Neckar Löwen – Stuttgart 30:20
Balingen – Melsungen 23:25
Kiel – Erlangen 36:30
Wetzlar – Flensburg 27:29
Tusem Essen – Göppingen – leik frestað

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -