- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó úr leik næstu tvo mánuði

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Stuttgart. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og fimmti markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð varð fyrir því áfalli að brotna á þumalfingri vinstri handar fyrir tveimur dögum. Viggó er örvhentur eins og handknattleiksáhugafólk e.t.v. þekkir.


Viggó leikur þar af leiðandi ekki með Stuttgart næstu tvo mánuði, hið minnsta. Hann staðfesti tíðindin við handbolta.is fyrir stundu.


Fyrir vikið er Viggó ekki í eldlínunni með félögum sínum í Stuttgart sem glíma þessa stundina við SC Magdeburg í Magdeburg.


„Ég meiddist á æfingu fyrir tveimur dögum. Þetta er glatað svona stuttu fyrir fyrsta leik,“ sagði Viggó sem er með fingurinn í spelku meðan hann grær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -