Víkingar sitja í þriðja sæti Grill 66-deildar karla með 16 stig eftir 11 leiki og er aðeins tveimur stigum á eftir Þór. Vikingur vann Val2 örugglega í N1-höllinni á Hlíðarenda síðdegis í dag, 34:26, eftir að hafa verið með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi.
Sjö marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:11.
Með sigrinum gera Víkingar sig áfram gildandi í slag efstu liðanna þriggja. Selfoss og Þór hafa tapað fjórum stigum en Víkingar sex stigum. Selfoss vann Þór í dag í Sethöllinni og hleypti þar með spennu í toppbaráttuna.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Vals2: Dagur Leó Fannarsson 4, Daníel Montoro 4, Hlynur Freyr Geirmundsson 4, Atli Hrafn Bernburg 3, Daníel Örn Guðmundsson 3, Logi Finnsson 2, Matthías Ingi Magnússon 2, Bjarki Snorrason 1, Gunnar Róbertsson 1.
Varin skot: Hilmar Már Ingason 5, Jens Sigurðarson 5.
Mörk Víkings: Sigurður Páll Matthíasson 9, Ásgeir Snær Vignisson 6, Kristófer Snær Þorgeirsson 6, Þorfinnur Máni Björnsson 6, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Kristján Helgi Tómasson 3, Halldór Ingi Jónasson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 10, Bjarki Garðarsson 5.
Tölfræði HBritara.