- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar hafa ekki mætt fullmönnuðu liði Kríu

Merki Kríu
- Auglýsing -

„Það verður spennandi að mæta Víkingum í úrslitarimmunni. Þeir hafa ekki ennþá mætt fullmönnuðu liði Kríu á keppnistímabilinu. Núna erum við loksins með fullmannaða sveit,“ sagði Daði Laxdal Gautason, einn liðsmanna Kríu, þreyttur en ánægður í samtali við handbolta.is í Dalhúsum í gærkvöld eftir að Kría vann Fjölni í oddaleik um sæti í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild á næstu leiktíð.

Eftir sigur í Dalhúsum í fyrsta leiknum, 27:20, steinlágu Kríumenn á heimavelli í annarri viðureign liðanna á laugardaginn, 34:21. Í gærkvöld var engan bilbug á Kríunni að finna. „Eftir skellinn á laugardaginn skipti það miklu máli fyrir okkur að sýna okkar rétta andlit að þessu sinni. Á laugardaginn vorum við lamdir út úr leiknum af yngri og óreyndari leikmönnum. Við vildum sýna fram á það í kvöld að við eru eldri, reyndari og betri,“ sagði Daði.


Eins og kom fram hjá Daða þá mætir Kríuliðið liðsmönnum Víkings sem lögðu Hörð einnig eftir oddaleik. Fyrsti leikur liðanna verður á laugardaginn í Víkinni.

Flestar ADHD-greiningar

„Það hefur verið erfitt að fá alla til þess að mæta til leiks. Við erum líklega það lið landsins sem hefur flestar ADHD-greiningar og eigum fyrir vikið erfitt með að fá alla til þess að vera einbeittir hverju sinni sem við eigum leik,“ sagði Daði sem skoraði fjögur mörk í sex marka sigri Kríu í oddaleiknum í gærkvöld, 31:25.

Allt samkvæmt áætlun

„Við ætluðum okkur alltaf að toppa í úrslitakepninni. Tímabilið hefur verið langt og erfitt, ekki bara fyrir okkur heldur alla. Sennilega hefur tímabilið verið enn erfiðara fyrir okkur vegna þess að við eru mest í boltanum til að hafa gaman og halda í góðan félagsskap. Við ætlum að klára úrslitakeppnina af krafti. Það er komin virkilega góð stemning í þetta hjá okkur,“ sagði Daði.

Hörkuvörn og besti markvörðurinn

Varnarleikur Kríu í gær gegn Fjölni var mjög góður, ekki síst í síðari hálfleik þegar Fjölnisliðið skoraði aðeins 10 mörk. Dagur segir þetta ekki vera tilviljun. „Við erum með hörkugott varnarlið þegar liðið er fullmannað og allir leika af fullum krafti fyrir utan að vera með besta markvörð deildarinnar og einn þann besta á landinu, Sigurður Ingiberg Ólafssson. Við skuldum honum góða vörn og ætlum að leik svona það sem eftir lifir úrslitakeppninnar,“ sagði Daði Laxdal Gautason.

„Við getum varla beðið eftir laugardeginum,“ bætti hann við með bros á vör í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

Það var svo sannarlega glatt á hjalla eftir leikinn í gærkvöld í búningsklefa Kríuliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -