- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar halda sínu striki

Logi Snædal Jónsson og félagar í Víkingi unnum naumlega í kvöld. Mynd/Víkingur Finnbogi Sigur Marinósson
- Auglýsing -

Víkingur situr í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik þegar keppni í deildinni er hálfnuð. Víkingar hafa 16 stig eftir níu leiki og hafa aðeins tapað einum en unnið átta undir stjórn Jóns Gunnlaugs Viggóssonar þjálfara. Sá árangur er talsvert fram yfir þær væntingar sem gerðar voru til til Víkingsliðsins þegar keppni hófst í haust. Þá var reiknað með að Víkingur yrði í basli og var spáð að liðið lenti um eða fyrir neðan miðja deild í árlegri spá fyrirliða og foráðamanna deildarinnar sem birt var skömmu áður en flautað var til leiks.


Víkingar unnu í dag Hörð frá Ísafirði, 34:28, í Víkinni í lokaleik níundu umferðar. Harðarmenn voru ekki á því að gefast mótþróalaust upp gegn Víkingum og voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:16. Víkingar voru sterkari í síðari hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur og eru tveimur stigum á undan HK og ungmennaliði Vals.


Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 12, Arnar Gauti Grettisson 7, Styrmir Sigurðsson 6, Ólafur Guðni Eiríksson 4, Guðjón Ágústsson 3, Arnar Steinn Arnarson 1, Logi Snædal Jónsson 1.
Mörk Harðar: Raivis Gorbunovs 6, Daníel Wale Adeleye 5, Óli Björn Vilhjálmsson 5, Endijs Kusners 4, Guntis Pilpuks 3, Jón Ómar Gíslason 2, Ásgeir Óli Kristjánsson 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1, Þorsteinn Sæmundsson 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -