- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar kræktu í bæði stigin á Akureyri

Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari karlaliðs Víkings. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Víkingar gerðu það gott í heimsókn sinni í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld. Þeir fóru með tvö stig heim úr heimsókn sinni til Þórsara í Grill 66-deild karla í handknattleik. Lokatölur 30:26. Að loknum fyrri hálfleik var forskot Víkinga eitt mark, 15:14.


Þórsarar voru sterkari framan af viðureigninni í Höllinni í kvöld og voru með yfirhöndina lengst af fyrri hálfleiks, mest þrjú mörk. Síðan voru þeir yfir, 13:12, þegar skammt var eftir að hálfleiknum. Leikmenn Víkings tóku völdin í síðari hálfleik.


Víkingur hefur þar með 23 stig og situr örugglega í öðru sæti Grill 66-deildar karla, átta stigum á eftir HK sem fyrir nokkru hefur tryggt sér sigur í deildinni. Enn eru tvær umferðir eftir.
Þórsarar eru í níunda og næst neðsta sæti með 12 stig eftir 16 leiki.


Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Jóhann Geir Sævarsson 2, Andri Snær Jóhannsson 2, Jonn Rói Tórfinnsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11, Arnar Þór Fylkisson 1.

Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 9, Kristján Orri Jóhannsson 5, Guðjón Ágústsson 3, Sigurður Páll Matthíasson 3, Igor Mrsulja 3, Styrmir Sigurðarson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Halldór Ingi Óskarsson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 6, Hlynur Freyr Ómarsson 4.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -