- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar mæta í slaginn í átta liða úrslitum

Víkingur er kominn í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Víkingur komst í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppni HSÍ kvennaflokki með því að vinna Fjölni/Fylki, 31:27, í íþróttahúsinu í Safamýri. Víkingsliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Forskotið var aðeins eitt mark í hálfleik, 15:14, eftir að lið Fjölnis/Fylkis hafði gert vel í að saxa niður muninn á síðustu mínútunum áður en gengið var til búningsherbergja. Víkingur náði mest fimm marka forskoti, 12:7.


Víkingar geystust fram úr snemma i síðari hálfleik og virtust ætla að tryggja sér öruggan sigur. Sem fyrr voru leikmenn Fjölnis/Fylkis á öðru máli. Þeir reyndu hvað þeir gátu til þess að snúa lukkuhjólinu sér í hag. Þeim tókst að anda aðeins ofan í hálsmálið á leikmönnum Víkings þegar Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði eitt 12 marka sinna í leiknum 26. mark Fjölnis/Fylkis, 28:26, þegar ríflega fimm mínútur voru til leiksloka.


Nær komust gestirnir í Safamýri ekki. Þeir reyndi að sækja framar á Víking á síðustu mínútu. Það bar ekki árangur og Mattý Rós Birgisdóttir innsiglaði sigur Víkings hálfri mínútu fyrir leikslok, 31:27, og sæti í átta liða úrslitum.


Leikur ÍBV og KA/Þórs í 16-liða úrslitum fer fram á næsta þriðjudag en honum var frestað í dag. Auk Víkings eru sex lið komin áfram í átta liða úrslit: Valur, Fram, HK, Stjarnan, Selfoss og Haukar.


Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 7, Arna Þyrí Ólafsdóttir 6, Auður Brynja Sölvadóttir 5, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 5, Mattý Rós Birgisdóttir 3, Rakel Sigmarsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Díana Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 13.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 12, Ada Kozicka 6, Harpa Elín Haraldsdóttir 2, Kristjana Marta Marteinsdóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Svava Lind Gísladóttir 1, Hildur María Leifsdóttir 1, Azra Cosic 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -