- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar styrkjast enn meira fyrir átök vetrarins

Pétur Júníusson t.v. og Andri Dagur Ófeigsson t.h. Samsett mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Víkings heldur áfram að styrkja hópinn fyrir átökin í Olísdeild karla eftir að lið félagsins öðlaðist óvænt sæti í deildinni undir lok síðasta mánuðar. Víkingar greina frá því í dag að þeir hafi samið við Pétur Júníusson og Andra Dag Ófeigsson um að leika með meistaraflokki karla á komandi tímabili.


Pétur, sem fæddur er árið 1992, er línumaður og öflugur varnarmaður og kemur því til með að styrkja okkur mikið enda reynslumikill leikmaður sem á meðal annars nokkra leiki fyrir A-landslið Íslands. Pétur er uppalin hjá Aftureldingu en tók sér hlé frá handbolta um mitt tímabil 2018 vegna langvarandi meiðsla sem hann hefur nú náð sér góðum af. „Pétur var á meðal allra bestu leikmanna deildarinnar og er sterkur karakter sem mun rífa liðið á hærra stig,” segir m.a. í tilkynningu frá Víkingi.

F.v.,Hallur Magnússon varaformaður handknattleiksdeildar Víkings, Pétur Júníusson og Vigdís Jóhannsdóttir formaður handknattleiksdeildar Víkings. Mynd/Víkingur


Andri Dagur er uppalin hjá Fram en lék á síðasta tímabili í Olísdeildinni með Selfoss. Andri, sem er 22 ára gamall, er á meðal efnilegustu varnarmanna deildarinnar og ljóst að hann mun láta mikið til sín taka á komandi tímabili. Andri tók þátt í helmingi leikja liðsins í Olísdeildinni auk þess að vera markahæsti leikmaður U-liðs Selfoss í Grill66-deildinni.


Keppnistímabilið 2019/2020 var Andri Dagur þátttkandi í 19 af 20 leikjum Fram í Olísdeild og var valinn efnilegasti leikmaður liðsins í mótslok.


„Handknattleiksdeildin býður þessa herramenn velkomna í Víkingsfjölskylduna og væntir mikils af þeim á komandi tímabili,“ segir ennfremur í tilkynningu Víkings.


Víkingur hefur fyrr í sumar krækt í fimm leikmenn til viðbótar, Gísla Jörgen Gíslason, Jóhann Reynir Gunnlaugsson, Jovan Kukobat, Jón Hjálmarsson og Benedikt Elvar Skarphéðinsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -