- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingum féll allur ketill í eld eftir 10 mínútur – þriðji sigur KA í röð

Leikmenn KA komu inn á leikvöllinn í kvöld udir mikill ljósasýningu í KA-heimilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Víkingar voru KA-mönnum engin fyrirstaða í KA-heimilinu í kvöld þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Þegar leikmenn Víkings komust loksins norður vegna ófærðar þá virtust þeir hafa fengið nóg eftir nokkurra mínútna leik. Þeir töpuðu með 15 marka mun, 33:18. KA fagnaði sigri í þriðja leiknum í röð og fór upp í sjöunda sæti með 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.

Víkingar verða að bíta í skjaldarrendur og leika mikið betur í síðustu leikjum sínum í deildinni til þess að eiga möguleika á vera áfram í Olísdeildinni. Framundan er afar mikilvægur leikur gegn HK á miðvikudaginn. Úrslit þess leiks geta ráðið úrslitum um hvort liðið fellur í Grill 66-deildina.

Víkingar byrjuðu með hvelli og skoruðu þrjú fyrstu mörkin og fimm af fyrstu sex. Eftir það má segja að þeim hafi fallið allur ketill í eld. KA var fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 14:10. Heimamenn tóku öll völd á keppnisgólfinu í KA-heimilinu í síðari hálfleik.

Flottir í 50 mínútur

„Eftir upphafsmínúturnar leit út fyrir að við gætum lent í basli en segja má að eftir að við núllstilltum okkur eftir um tíu mínútna leik. Eftir það voru við ótrúlega flottir í 50 mínútur,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA í samtali við samfélagsmiðla félagsins eftir leikinn.
Hlekkur á myndskeiðsviðtal.

Algjört afhroð

„Við vorum flottir fyrstu tíu mínúturnar en hörmulegir eftir það. Þetta var algjört afhroð,“ sagði Andri Berg Haraldsson þjálfari Víkings í samtali við samfélagsmiðla KA eftir leikinn.
Hlekkur á myndskeiðsviðta.

Staðan í Olísdeildum.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 10/4, Dagur Árni Heimisson 6, Daði Jónsson 4, Arnór Ísak Haddsson 4, Logi Gautason 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Ólafur Gústafsson 1, Ott Varik 1.
Varin skot: Bruno Bernat 14, 45,2% – Nicolai Horntvedt Kristensen 0.

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6/4, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Styrmir Sigurðarson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 7, 28% – Daníel Andri Valtýsson 3, 16,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

20. umferð miðvikudaginn 27. mars:
Afturelding - KA.
FH - Haukar.
Selfoss - ÍBV.
Fram - Stjarnan.
Víkingur - HK.
Valur - Grótta.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -