- Auglýsing -
Víkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta keppnistímabil í Grill66-deild karla í handknattleik. Í dag samdi handknattleiksdeild Víkings við hinn 23 ára gamla Gísla Jörgen Gíslason. Hann kemur til Víkings frá FH en frá áramótum lék Gísli Jörgen sem lánsmaður með Þór Akueyri í Olísdeildinni og skoraði 37 mörk í 16 leikjum.
Gísli Jörgen getur leikið jafnt sem miðjumaður og vinstri skytta. „Við erum afar spennt fyrir þessari viðbót í hópinn okkar og væntum mikils af Gísla,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings.
- Kominn heim frá Japan en tekur sér væntanlega frí
- Fer frá Hlíðarenda í Skógarsel
- Karlar – helstu félagaskipti 2025
- Metsala ársmiða hjá Gummersbach – uppselt á 30 síðustu heimaleiki
- Molakaffi: Margir vegalausir, Klujber, Lommel
- Auglýsing -