- Auglýsing -
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik var valinn maður leiksins í gærkvöld þegar GOG vann Wilsa Plock frá Póllandi í fyrri viðureigninni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik, 30:27. Viktor Gísli varði 13 skot, þar af tvö vítaköst, sem gerði samtals 33 % hlutfallsmarkvörslu.
Hér fyrir neðan má sjá tvö myndskeið þar sem glæsilegum tilþrifum Viktors Gísla bregður fyrir.
Síðari leikurinn verður í Plock á þriðjudaginn.
- Auglýsing -