- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli deildarmeistari í Danmörku

Viktor Gísli Hallgrímsson og Stig Tore Moen Nilsen glaðir í bragði þegar þeir urðu bikarmeistarar með GOG í haust. Nú hefur deildarbikarinn bæst í safnið. Mynd/Aðsend

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG urðu í dag danskir deildarmeistarar í handknattleik með sigri á Fredericia, 30:26, í lokaumferð deildarinnar. Bætist þar með önnur rós í hnappagat landsliðsmarkvarðarins á leiktíðinni því í haust varð hann danskur bikarmeistari með liðinu.

GOG varð þar með einu stigi fyrir ofan ríkjandi Danmerkurmeistara Aalborg sem lögðu Holstebro, 34:30, á heimavelli. GOG fékk 42 stig í 26 leikjum og tapaði aðeins þremur leikjum af 26. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem GOG verður deildarmeistari.


Aalborg fékk 41 stig en tapaði fimm leikjum en gerði aðeins eitt jafntefli.
Holstebro varð í þriðja sæti og Bjerringbro/Silkeborg hafnaði í fjórða sæti.

Nú tekur við úrslitakeppni átta efstu liðanna um danska meistaratitilinn. Þeim verður skipt niður í tvo fjögurra liða riðla þar sem efstu lið hvors riðils, GOG og Aalborg, byrja með tvö stig í forgjöf. Holstebro og Bjerringbro/Silkeborg fá eitt stig í forgjöf. Önnur lið hefja úrslitakeppnina tómhent.


Nokkrir Íslendingar komu við sögu í lokaumferðinni í dag.


Aalborg – Holstebro 34:30

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk í 4 skotum fyrir Holstebro og átti eina stoðsendingu.
Fredericia – GOG 26:30
Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í marki GOG, varði 16 skot, 39%.
Kolding – Lemvig 31:31
Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot, þaraf 1 vítakast í marki Kolding, 26,3%.
Mors Thy – Skjern 26:32
Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk í 3 skotum, átti fimm stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli í liði Skjern.
Ribe-Esbjerg – Ringsted 30:32
Daníel Þór Ingason skoraði 4 mörk í 5 skotum fyrir Ribe-Esbjerg og átti eina stoðsendingu. Rúnar Kárason skoraði 1 mark í 3 skotum og átti tvær stoðsendingar fyrir Ribe-Esbjerg.
SönderjyskE – Aarhus 27:33
Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk í 4 skotum fyrir SönderjyskE og var einu sinni vísað af leikvelli.
Skanderborg – Bjerringbro/Silkeborg 25:33


Lokastaðan:
GOG 42(26), Aalborg 41(26), Holstebro 38(26), Bjerringbro/Silkeborg 35(26), SönderjyskE 29(26), Skjern 29(26), Skanderborg 27(26), Kolding 24(26) – Ribe-Esbjerg 20(26), Fredericia 20(26), Mors-Thy 19(26), Aarhus 18(26), Lemvig 11(26), Ringsted 11(26).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -