- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli er mættur á milli stanganna á ný

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þau gleðitíðindi berast frá Frakklandi að landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik Viktor Gísli Hallgrímsson hafi verið í liði Nantes í kvöld á heimavelli í frönsku 1. deildinni þegar liðsmenn PSG komu í heimsókn. Viktor Gísli meiddist öðru sinni á olnboga í kappleik 4. desember og hefur síðan verið frá keppni.

Klár í HM-slaginn

Viktor Gísli stóð skamma stund í marki Nantes í leiknum, varði eitt skot af sjö, en það sem mestu skiptir er að hann virðist vera að jafna sig og ætti þar með að verða klár í slaginn með íslenska landsliðinu þegar það hefur undirbúning fyrir heimsmeistaramótið sem stendur yfir frá 11. – 28. janúar.

Palicka varði vítakast Rivera

Nantes tapaði leiknum í kvöld, 33:32, og situr áfram í þriðja sæti deildarinnar. Mikil dramatík var á síðustu sekúndu leiksins en þá varði sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka vítakast frá spænska landsliðsmanninum Valero Rivera og leikmanni Nantes.


PSG komst í efsta sætið með sigrinum en í gærkvöld tapaði Montpellier í heimsókn til Toulouse, 31:30.

Donni var á meðal markaskorara

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt mark fyrir PAUC í sigri á Saint-Raphaël, 34:31, á útivelli. Donni er óðum að ná sér eftir að hafa verið frá keppni um skeið vegna meiðsla í ökkla. PAUC er sjötta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 15 leiki, níu stigum á eftir PSG og Montpellier.


Grétar Ari Guðjónsson náði sér ekki á strik í kvöld og varði 1 skot af 13 þann tíma sem hann stóð í marki Sélestat á heimavelli gegn Chartres, lokatölur 35:29, fyrir gestina. Sélestat er áfram neðst með tvö stig eftir 15 leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -