- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli er meiddur á olnboga

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Halfliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður franska liðsins Nantes verður frá keppni næstu tvær vikur eftir að hafa meiðst á olnboga á æfingu fyrir tæpri viku.


„Ég fékk slæma yfirspennu á olnbogann á æfingu. Ég verð þar af leiðandi að hvíla í tvær til þrjár vikur,“ sagði Viktor Gísli við handbolta.is í morgun.


Viktor Gísli hefur verið fjarri góðu gamni í tveimur síðustu leikjum Nantes, gegn Ivry í fönsku 1. deildinni í gær og móti Pick Szeged í Meistaradeildinni á fimmtudagskvöld. Nantes er efst og taplaust í frönsku 1. deildinni að loknum þremur umferðum auk þess að vinna meistarakeppnina í Frakklandi í upphafi keppnistímabilsins.

Hálfur mánuður í landsliðið

Vonir standa þó til að Viktor Gísli verði búinn að fá grænt ljós til æfinga og keppni þegar íslenska landsliðið kemur saman mánudaginn 10. október vegna leikja við Ísraelsmenn og Eistlendinga í undankeppni Evrópumótsins 2024.


Viktor Gísli kom til Nantes í sumar eftir þriggja ára veru hjá GOG á Fjóni. Hann segir talsverð viðbrigði vera við vistaskiptin en ágætlega gangi að koma sér fyrir og venjast annarri menningu.


„Borgin er flott borg og keppnishöllin sem við æfum og spilum í er geggjuð. Menningin samt aðeins öðruvísi en í Danmörku og Íslandi þannig það mun taka smá tíma að venjast henni,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Nantes og íslenska landsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -