- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli og félagar áfram í öðru sæti – Donni meiddur og lék ekki með

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður landsliðsins og franska liðsins Nantes. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar hans í Nantes unnu Dunkerque örugglega á útivelli í kvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik, 29:23, og halda þar með öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir PSG sem hefur unnið allar sextán viðureignir sínar.

Viktor Gísli varði þrjú skot en hann var í marki Nantes annan hálfleikinn eftir því sem næst verður komist.

Montpellier er í þriðja sæti tveimur stigum á eftir Nantes eftir sigur á Ivry, 35:29, á heimavelli. Darri Aronsson er allur að koma til eftir langvarandi meðsli en ekki kominn svo langt ennþá að hann sé byrjaður að leika með Ivry.

Hefur ekkert æft með liðinu

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var ekki í leikmannahópi PAUC sem tapaði á heimavelli fyrir Dijon, 34:33. Donni sagði í samtali við Vísir í dag að hann hafi ekkert æft með liðinu vegna meiðsla síðan hann kom til baka eftir Evrópumótið. Meiðslin sem eru í vinstri öxl hafa plagað Donna frá síðasta sumri. Hann sagði þó ekki vera bráðnauðsynlegt að hann færi í aðgerð til að fá bót meina sinna.

Donni sagði ennfremur í fyrrgreindu samtali við Vísis að hann kveðji PAUC þegar samningurinn rennur út í lok keppnistímabilsins en hann kom til félagsins frá ÍBV sumarið 2020.

Grétar Ari stóð vaktina

Grétar Ari Guðjónsson varði 5 skot, 33%, og stóð í marki Sélestat allan síðari hálfleikinn þegar liðið gerði jafntefli við Istres, 27:27, í næst efstu deild franska handboltans í kvöld.  Leikið var á heimavelli Istres sem hafði sjö marka forystu, 17:10, eftir fyrri hálfleikinn.

Sélestat er í öðru til þriðja sæti deildarinnar með 23 stig þegar 16 umferðum af 30 er lokið með 23 stig eins og Pontault. Tremblay er efst með sín 30 stig. Istres er í fjórða sæti með 21 stig.

Stöðuna í 1. og 2. deild franska handknattleiksins og í mörgum öðrum deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -