- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli slær ekki slöku við með Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson heldur áfram að fara á kostum með Nantes í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Í kvöld var hann með 39% hlutfallsmarkvörslu, 14 skot, þann tíma sem hann stóð í marki Nantes í stórsigri á Saran, 38:24, á heimavelli.

Toppslagur á sunnudag

Þetta var þriðji sigurleikur Nantes á viku í deildinni heimafyrir og í Evrópudeildinni. Nantes er í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar með 19 stig eftir 11 leiki. Montpellier hefur einnig 19 stig en á leik til góða. PSG gefur ekki þumlung eftir og er áfram efst með 20 stig að loknum 10 leikjum. Leikmenn Montpellier sækja liðsmenn PSG heim á sunnudagskvöld.

Mikilvægur sigur hjá Ivry

US Ivry, sem Darri Aronsson er samningsbundinn, vann mikilvægan sigur PAUC, 29:28, í París í kvöld. Darri er ennþá fjarverandi vegna meiðsla og verður frá þangað til snemma á næsta ári.

Donni frá vegna meiðsla

Eftir því sem næst verður komist var Kristján Örn Kristjánsson, Donni, ekki með PAUC í kvöld. Hann hefur ekki verið með liðinu í síðustu þremur leikjum vegna meiðsla í öxl sem hafa verið að gera honum gramt í geði um talsvert skeið.

Upp af botninum

Ivry lyftist upp úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld og er nú í 14. sæti af 16 liðum með fimm stig. Dijon og Saran eru neðar. PAUC er í sjöunda sæti og virðist ætla að sigla lygnan sjó á þessari leiktíð eins og á þeirri síðustu.
Stöðuna í frönsku 1. deildinni og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

Áfram halda Grétar og félagar að vinna

Grétar Ari Guðjónsson stóð í marki Sélestat annan hálfleikinn þegar liðið lagði Valence á útivelli í 2. deild franska handknattleiksins. Hafnfirðingurinn varði fjögur skot, 25%. Sélestat er í þriðja sæti með 18 stig eftir 11 leiki, er tveimur stigum á eftir Tremblay og Pontault.

Stöðuna í 2. deild franska handknattleiksins og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -