- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vill að forkeppni Ólympíuleika verði aflögð

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsiðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna, segir að réttast væri að leggja niður forkeppni Ólympíuleikanna. Henni er ofaukið í annasamri dagskrá handknattleiksfólks. Hægt sé að leita annarra og einfaldari leiða til þess að ákveða hvaða þjóðir senda keppnislið á Ólympíuleika hverju sinni.


Þórir segir að meira segja séu brögð að því að lið tapi viljandi leikjum á heimsmeistaramótum til þess að þau hafni í auðveldari riðli í forkeppni leikanna. Segir hann að brögð hafi verið að því á HM 2019 í Japan. Röð efstu liða síðasta heimsmeistaramóts fyrir hverja leika ræður í hvaða riðlum þau verða í forkeppnisriðlunum þremur. Heimsmeistarar hverju sinni sleppa við forkeppina.


Þórir segir einfaldast að niðurstaða síðustu álfukeppni ráði hverjir fá farseðil á Ólympíuleika og síðan verði fyllt upp í þau sæti sem eftir standa með efstu þjóðum af síðasta heimsmeistaramóti fyrir hverja Ólympíuleika.


„Besta handknattleiksfólk heims hefur ekki tíma í sinni annasömu dagskrá til að taka þátt í forkeppni Ólympíuleika,“ segir Þórir í samtali við hlaðvarpsþáttinn Kommentatorbua eftir því sem greint er frá í TV2 í Danmörku.
Norska kvennalandsliðið tók á dögunum þátt í forkeppni Ólympíuleika í fyrsta sinn frá því að forkeppnin var fyrst á dagskrá fyrir Ólympíuleikana 2008.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -