- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vináttuleikir – úrslit dagsins – Svíar unnu annan stórsigur

Japaninn Shuichi Yoshida í glímu við Svíann Felix Claar í leik Svía og Japana í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Vináttuleikjum landsliða til undirbúnings fyrir Evrópumót karla, Afríkumótið eða Asíumótið fer nú fækkandi enda styttist óðum í að mótin hefjist. Nokkrir leikir fór fram í dag og ef litið er til dagskrárinnar þá virðist viðureign Austurríkis og Íslands í Linz í Austurríki annað kvöld verða síðasti opinberi landsleikurinn í Evrópu áður en EM hefst á miðvikudaginn á Merkur Spiel Arena í Düsseldorf að viðstöddum nærri 55 þúsund áhorfendum.


Dagur Sigurðsson mætti með sína menn í japanska landslinu í dag til leiks í Catena Arena í Angelholm í aðra viðureign liðsins við Evrópumeistara Svía. Sænska landsliðið var harðsnúið sem fyrr og vann með 20 marka mun, 43:23. Svipað var upp á teningnum í fyrri viðureigninni á föstudaginn.

Japanska landsliðið leikur við landslið Sádi Arabíu í fyrstu umferð Asíumótsins sem hefst í Barein á fimmtudaginn. Erlingur Richardsson er þjálfari landsliðs Sádi Arabíu. Bareinar, undir stjórn Arons Kristjánssonar, leikur mæta Kasakstan síðar sama dag í keppninni.

Úrslit vináttuleikja í dag.

Svíþjóð – Japan 43:23 (24:12).
– Dagur Sigurðsson er þjálfari landsliðs Japan.

Noregur – Egyptaland 23:28 (13:10).
Danmörk – Holland 32:18 (19:5).

Íran – Rússland U 20 29:27 (12:15).
Rússland – Hvíta-Rússland 31:32 (17:22).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -