- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonbrigði að ná ekki markmiðinu

Helena Rut Örvarsdóttir skorað níu mörk gegn ÍBV í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það hefði verið frábært að fara með sex stig inn í pásuna og það var vissulega markmið okkar fyrir leikinn í dag og vonbrigði að ná því ekki,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar með átta mörk í tapleiknum, 25:23, fyrir HK í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í TM-höllinni í kvöld. Helna Rut skoraði átta mörk, þar af sex í síðari hálfleik.


Stjarnan fór illa af stað í leiknum í dag eins og fyrri leikjum hennar í deildinni í haust. Helena Rut segir það vera rannsóknarefni hvernig á þessu standi. Í tveimur fyrstu leikjunum í deildinni, gegn FH og KA/Þór hafi liðið komist upp með slæma byrjun en í dag þá var Stjarnan meira og minna í því hlutverki að vera að eltast við leikmenn HK.


„Ég veit ekki hvernig á þessu stendur. Kannski erum við of flatar í leik okkar eða of ákveðnar. Það er engu líkara en við séum ekki klárar í slaginn. Það er nokkuð sem við verðum að fara vel yfir núna í hléinu og ráða bót á.
Undir lokin vorum við búnar að jafna metin en þá töpuðum við boltanum alltof oft á einfaldan hátt, meðal annars ég einu sinni og Solla í eitt skipti. Þetta vegur þungt í jafnri stöðu á síðustu mínútum,“ sagði Helena og bætti við að alltof mörg einföld mistök væri nokkuð sem væri dýrt og væri einfalt að laga. Við höfum nóg að gera,” sagði Helena Rut Örvarsdóttir stórskytta Stjörnunnar sem lék vel í síðari hálfleik í dag eftir að hafa verið fjarri sínu besta í fyrri hálfleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -