- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonandi verðum við sem lengst í Króatíu

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik er þegar farin að skipuleggja undirbúninginn fyrir HM í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég velti því ekkert fyrir mér hvort við vorum heppnir að óheppnir. Eins og á EM þá er þetta bara riðilinn og andstæðingarnir sem bíða okkar. Ég er sáttur og er ánægður með að leika í Króatíu. Innst inni vonaðist ég eftir því áður en dregið var að fara til Króatíu. Vonandi verðum við þar sem lengst,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is um riðilinn og keppnisstað landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Danmörku, Noregi og Króatíu í janúar á næsta ári. Dregið var í síðustu viku.

Eins og komið hefur fram verður íslenska landsliðið í riðli með landsliðum Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyja. Þrjú lið fara áfram úr riðlinum og mæta þá landsliðum Eyptalands, Króatíu, Argentínu eða Barein í milliriðli. Leikir riðla- og milliriðlakeppninnar verða háðir í Arena Zagreb, 15 þúsund manna íþróttahöll.

Leika vel og ná hámarksstigafjölda

„Eina markmið okkar verður ekki bara að fara upp úr riðlinum. Við erum að gera það með góðum leik og með sem flest stig. Það hefur marg sýnt sig að það er til bóta fyrir það sem tekur við í milliriðlinum að fara með eins mörg stig upp úr riðlinum og hægt er,“ segir Snorri Steinn sem telur fyrirfram líklegt að baráttan um efsta sæti riðilsins standi á milli Íslands og Slóveníu sem mætast í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar mánudaginn 20. janúar.

Fyrsti leikur Íslands á HM 2025 verður 16. janúar gegn landsliði Grænhöfðaeyja. Tveimur dögum síðar verður leikið við Kúbu. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður gegn Slóvenum 20. janúar. Þrjú lið halda áfram í milliriðakeppni. Leikirnir þrír í milliriðli verða 22., 24. og 26. janúar.

Hörkuleikir í milliriðli

„Eftir það taka við hörkuleikir í milliriðlakeppni við Króata á heimavelli og Afríkumeistara Egypta. Það er nóg að skoða síðustu leiki Egypta gegn Evrópuþjóðum til að sjá hversu öflugt lið þeir eru með. Egyptar eru líklegir til afreka á Ólympíuleikunum í sumar. Það er alveg ljóst að við verðum að hafa mikið fyrir að ná árangri,“ sagði Snorri Steinn.

Koma saman 2. janúar

Landsliðsþjálfarinn er þegar byrjaður að skipuleggja æfingatímann fyrir mótið. Útlit er fyrir að allt landsliðið komi ekki saman fyrr en 2. janúar. Til stendur að leika í þýsku 1. deildinni á milli jóla og nýárs, ólíkt því sem gert var raunin í lok síðasta árs. Einnig vonast Snorri Steinn til þess að geta neglt niður tvo vináttuleiki fyrir EM. „Sannarlega eru margir mánuðir ennþá í þetta en tíminn fljótur að líða,“ sagði Snorri Steinn.

Undirbúningurin hefst í nóvember

„Næst kemur landsliðið saman í byrjun nóvember vegna tveggja leikja í undankeppni EM. Ég lít á þá daga sem við verðum saman í byrjun nóvember sem fyrsta liðin í undirbúningi fyrir HM. Þá má segja að HM undirbúningurinn hefjist,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -