- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonir Framara dvína

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur leikmanna Selfoss í dag í öruggum sigri á Fram. Mynd/ Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

Möguleikar Fram á sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik dvínuðu talsvert í dag þegar liðið tapaði fyrir Selfossi, 32:28, í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Fram er þar með fjórum stigum á eftir KA sem er í áttunda sæti og á auk þess leik til góða. KA vann ÍBV í KA-heimilinu, 29:27.


Loks vann Afturelding liðsmenn ÍR, 33:27, á Varmá. Aftureldingarmenn eiga þar með sæti í úrslitakeppninni næsta víst. Tvær umferðir eru eftir í deildinni. Næst síðasta umferð deildarinnar fer fram mánudaginn 24. maí en lokaumferðin hinn 27. maí.

Úrslita leikja dagsins í Olísdeild karla:


Selfoss – Fram 32:28 (20:14)
Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 8, Ragnar Jóhannsson 7, Hergeir Grímsson 5/1, Einar Sverrisson 4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Tryggvi Þórisson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Ísak Gústafsson 1, Arnór Logi Hákonarson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 9, 32,1% – Alexander Hrafnkelsson 1, /1, 10%.
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 6/2, Þorvaldur Tryggvason 5, Andri Már Rúnarsson 5, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Matthías Daðason 2/2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Stefán Darri Þórsson 2, Breki Dagsson 1, Arnór Róbertsson 1, Arnar Snær Magnússon 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9, 22%.

KA-menn glaðir í bragði eftir sigur á ÍBV í dag, m.a. Áki Egilsnes, Ragnar Snær Njálsson, Andri Snær Stefánsson og Árni Bragi Eyjólfsson. Mynd/Egill Bjarni FriðjónssonKA – ÍBV 29:27 (17:15)
Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 9, Áki Egilsnes 4, Einar Birgir Stefánsson 4, Jóhann Geir Sævarsson 4, Jón Heiðar Sigurðsson 4, Patrekur Stefánsson 2, Allan Norðberg 1, Sigþór Gunnar Jónsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 16, 39%.
Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 5/1, Theodór Sigurbjörnsson 5, Dagur Arnarsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Arnór Viðarsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Gabriel Martinez Róbertsson 1, Sæþór Páll Jónsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 14, 32,6%.

Afturelding – ÍR 33:27 (15:12)
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 10/1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 8/3, Bergvin Þór Gíslason 4, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 4, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Þrándur Gíslason Roth 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 14, 41,2% – Björgvin Franz Björgvinsson 2, 22,2%.
Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 9, Dagur Sverrir Kristjánsson 8, Halldór Ingi Hlöðversson 3, Andri Heimir Friðriksson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 2, Viktor Sigurðsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 7, 24,1% – Óðinn Sigurðsson 2, 15,4%.
Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -