- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonir Gróttumanna dvína – Miskevich fór á kostum

Pavel Miskevich markvörður ÍBV. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ekki tókst leikmönnum Gróttu að færast nær áttunda sæti Olísdeildar karla í handknattleik í dag. Þeir töpuðu fyrir ÍBV á heimavelli í ójöfnum leik, 33:24, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fyrri hálfleik, 16:12.


Grótta hefur þar með áfram 15 stig í níunda sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum sem mæta Íslandsmeisturum Vals síðar í dag.


Grótta byrjaði vel og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Þá tók við tíu mínútna kafli án marks. ÍBV jafnaði og komst yfir. Áfram var leikurinn í járnum allt fram undir lokakaflann þegar ÍBV stakk sér fram úr og náði mest fimm marka forskoti. Varnarleikur ÍBV var til sóma og Pavel Miskevich vel á verði í markinu.
Eyjamenn voru mikið sterkari áfram í síðari hálfleik. Þeim tókst að ná mest 11 marka forskoti.

Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson leikmenn ÍBV. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


ÍBV fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, með 26 stig, tveimur stigum á eftir FH en stigi fyrir ofan Aftureldingu.
Rúnar Kárason mættir galvaskur til leiks með ÍBV í dag í fyrsta sinn á tímabilinu. Hann mætti fyrr til leiks en reiknað var með eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.

Mörk Gróttu: Ari Pétur Eiríksson 7, Jakob Ingi Stefánsson 3, Birgir Steinn Jónsson 3/1, Daníel Örn Griffin 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Hannes Grimm 2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Theis Koch Søndergard 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7, 26,9% – Daníel Andri Valtýsson 4, 30,8%.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 7, Sveinn Jose Rivera 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Arnór Viðarsson 3, Elmar Erlingsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3/3, Dagur Arnarsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 15/2 38,5%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -