- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonir Kolstad dvína – Magdeburg vann stórsigur

Leikmenn og þjálfari Wisla Plock fagna mikilvægum sigri á heimavelli í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Vopnin snerust í höndum Sigvalda Björns Guðjónssonar og liðsmanna norska meistaraliðsins Kolstad í kvöld þegar þeir mættu HC Zagreb á heimavelli í 12. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kolstad þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga bærilegar vonir um að ná sjötta sæti riðilsins þegar upp verður staðið en sjötta sætið veitir þátttökurétt í fyrstu umferð riðlakeppninnar. HC Zagreb var stigi ofar.

Þegar á hólminn var komið reyndust leikmenn HC mun sterkari, ekki síst í fyrri hálfleik. Þeir unnu með níu marka mun, 34:25, eftir að hafa verið með átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:10. Nú munar þremur stigum á liðunum fyrir tvær síðustu umferðirnar í sjötta og Szeged.

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/SC Magdeburg

Ómar markahæstur – Janus fjarverandi

Ómar Ingi Magnússon og Lukas Mertens skoruðu átta mörk hvor þegar Magdeburg vann stórsigur á Celje Lasko í Slóveníu, 37:27, í B-riðli Meistaradeildar. Sigurinn styrkir stöðu SC Magdeburg í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem á leik annað kvöld á heimavelli við Porto. Telekom Veszprém á einnig leik annað kvöld en liðið er í þriðja sæti. GOG sækir Veszprém heim.

Annar leikur Gísla í röð

Gísli Þorgeir Kristjánsson lék annan leik sinn í röð með Magdeburg að loknum meiðslum. Hann skoraði eitt mark. Janus Daði Smárason var fjarri góðu gamni að þessu sinni.

Wisla Plock vann sér inn tvö mikilvæg stig í viðureign við Montpellier á heimavelli, 22:18. Wisla Plock er að keppast um að ná í sæti í 1. umferð útsláttarkeppninnar.
sjöunda sæti.

Staðan – A-riðill:

Aalborg12723362:31916
THW Kiel11722320:30716
Kielce11533321:30913
PSG11614333:32513
Szeged12615341:34913
HC Zagreb12525323:31412
Kolstad12417336:3439
E. Pelister110011255:3250

Staðan – B-riðill:

Barcelona111001371:31020
Magdeburg121002380:32820
Veszprém11803390:34416
Montpellier12606343:32512
GOG11506332:34910
Wisla Plock12408315:3268
Porto11308316:3816
Celje120012340:4240

Leikir annað kvöld:
A-riðill: THW Kiel – Eurofarm Pelister.
A-riðill: PSG – Industria Kielce.
B-riðill: Telekom Veszprém – GOG.
B-riðill: Barcelona – Porto.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -