- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonin lifir hjá Norðmönnum

Þórir Hergeirsson og leikmenn norska landsliðsins vonast til að sigurinn á Rúmenum í dag nægi til að komas á Ól í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Noregs í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, halda í vonina um sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar eftir sigur á landsliði Rúmeníu, 29:24, í síðari leik sínum í forkeppni fyrir leikana í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld. Norska liðið tapaði í gær fyrir Svartfellingum sem mæta Rúmenum á morgun í lokaleik þessa þriggja leika undanriðils.


Rúmenum getur nægt að vinna Svartfellinga með fimm marka mun en til þess þarf rúmenska liðið að skora a.m.k. 30 mörk til að gera út um vonir Noregs á ÓL sæti. Einnig mun sex marka sigur eða stærri fleyta Rúmenum áfram á kostnað Norðmanna.


Ef Rúmenía vinnur Svarfellinga, 29:24, enda Norðmenn og Svartfellingar jafnir, þ.e. með jafn mörg mörk skoruð. Þá mun hlutkesti ráða hvor þjóðin fer á Ólympíuleikana.


Norska landsliðið var yfir, 13:11, í hálfleik gegn Rúmenum og náðu fimm marka forskoti, 17:12, snemma í síðari hálfleik. Þegar nær dró leikslokum benti margt til þess að Norðmenn myndu vinna með að minnsta kosti sex marka mun enda var forystan orðin 26:20. Rúmenska liðinu tókst að svara aðeins fyrir sig og niðurstaðan varð fimm marka munur.


Stine Skogrand skoraði 12 mörk fyrir Noreg og Cristina Neagu var markahæst hjá rúmenska liðinu með 11 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -