- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum flottir lengst af

Framarar í sókn í úrslitaleiknum við Val í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Valsarar voru bara betri að þessu sinni en mér fannst við vera flottir lengst af í dag. Það var helst á þeim köflum þegar við vorum manni fleiri sem við fórum illa að ráði okkar. Mér svíður það einna mest að hafa nýtt þá kafla betur. Við vorum slakir manni fleiri. Annars vorum við heilt yfir að leika fínan leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir fjögurr marka tap Framliðsins fyrir Val í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag, 29:25.


Framarar byrjuðu afar vel með því að skora sex fyrstu mörkin. „Ég gerði mér alveg grein fyrir að við myndum aldrei rúlla yfir Val. Eins var upphafskaflinn í síðari hálfleik góður af okkar hálfu, þá náðum við þriggja marka forskoti, 16:13. Annars gekk leikskipulag okkar vel upp nema helst þegar við vorum einum fleiri. Við verðum að vinna í þessu atriði,“ sagði Einar ennfremur og bætti við.


„Þetta var leikur þar til fimm mínútur voru eftir. Okkur tókst að lifa í voninni þangað til. Síðan hleyptum við leiknum upp í lokin og því gefa lokatölurnar ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Valsliðið er hinsvegar hrikalega gott. Ég óska þeim innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn. Þeir hafa á að skipa langbesta liði Íslands í dag,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -